johanna 800x600px@1.5x-100.jpg

Jóhanna Guðrún-18. júlí -í samvinnu við Hjarta Hafnarfjarðar

Jóhanna Guðrún

-ásamt hljómsveit

18. júlí 2024 kl. 19:00

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hóf tónlistarferil sinn þegar hún gaf út plötuna Jóhanna Guðrún 9 árið 1999. Í framhaldi af því gaf hún út plöturnar Ég sjálf og Jól með Jóhönnu. Hún hefur átt stóran stað í hjarta íslendinga eftir að hafa verið fulltrúi Íslands í Eurovision 2009 með laginu „Is It True?“, og hafnað í öðru sæti.

Eftir velgengnina í Eurovision gaf hún út plötuna Butterflies and Elvis. Síðan þá hefur hún einnig gefið út jólaplötu og nú síðast plötuna “Óskalögin mín” árið 2023. Hún hefur unnið með fjölda listamanna á Íslandi og troðið upp í öllum helstu hljómleikahúsum landsins í fjölmörg ár. Það má með sanni segja að Jóhanna Guðrún sé ein af allra fremstu söngkonum þjóðarinnar og hún er rétt að byrja!

Nú ætlar Jóhanna að stíga á svið í Bæjarbíói ásamt hljómsveit og syngja fyrir ykkur sín uppáhalds lög. Þetta verður létt, skemmtilegt, gleði og stuð!