Kl. 20:00
The Vintage Caravan er ein kraftmesta rokksveit landsins og hefur hun verið á ferð og flugi um heiminn á tónleikaferðalögum síðasta rúma áratuginn. Er því löngu tímabært að þeir stígi aftur á svið í Bæjarbíói. Sveitin hélt nýverið ferna Led Zeppelin heiðurstónleika í Hörpu og Hofi sem var tekið frábærlega í.
Sjötta breiðskífa sveitarinnar er væntanleg seinna í ár og ætlar hljómsveitin að gefa gestum Bæjarbíós forsmakk á nýtt efni í bland við eldri smelli.
Liðsmenn The Vintage Caravan hlakka mikið til að sjá ykkur öll!