Ævintýralegt tónleika- og viðburðahús

Sögubrot

Bæjarbíó tók í upphafi 325 manns í sæti. Bærinn rak húsið af myndarbrag og ráðstafaði hagnaði af sýningum til smiði á Sólvangi, elliheimili bæjarins sem á þessum tíma var að rísa.

Víst er að ráðamenn bæjarins á þessum tíma voru listhenigðir og voru listamennirnir Atli Már og Ásgeir Júlíusson fengnir til að myndskreyta anddyri Bæjarbíós. Það gerðu þeir með mikum sóma og í sameiningu.

Einnig fékk Helgi Jónsson, fyrsti bíóstjórinn, ungan og upprennandi listamann Eirík Smith til að mála mynd sem hengd var upp í anddyri Bæjarbíós. Hlutverk hennar var að minna á að öll aðgöngumiðasala rynni til Sólvangs.