Ævintýralegt tónleika- og viðburðahús

Sign

Dagsetningar

  • 26. september 2025
  • 27. september 2025
  • Kl. 20:00

    Hljómsveitin Sign sendir frá sér nýja plötu í ágúst sem nefnist Víddaflakk og fagnar því með tvennum útgáfutónleikum í Bæjarbíói 26. og 27. September.

    Þetta er 6. platan sem sveitin sendir frá sér jafnframt því að vera sú fyrsta á íslensku síðan platan Fyrir ofan Himininn kom út árið 2002.

    Víddaflakk verður flutt í heild sinni í fyrsta sinn auk ýmissa eldri slagara úr Sign safninu.

    Kaupa miða
    7.990 kr.