Það er happy hour verð á hamingjustundinni frá 17.00-19:00 alla opnunardagana.
Festival bjór 1.200 kall
Skot 1.000 kall
Hvítt, rautt og freyðivín á 1.500 kall
Við höfum aukið úrvalið af matarvögnum og í ár verða þessir vagnar opnir alla daga hátíðarinnar:
Búllutrukkurinn
Tilveran með humarsúpu
BRIKK
Það er því eitthvað fyrir alla sem koma svangir, þyrstir og skemmtanaglaðir til okkar í Hjarta Hafnarfjarðar í allt sumar.
Dagskrá:
Fimmtudagurinn 3. júlí!
Hamingjustund kl 17:00-19:00
Hreimur & Gunni Óla sjá um PopQuiz í Bjórtjaldinu.
Bylgjutjaldið kl 19:30
Magni, Hreimur og Gunni Óla
Það þarf ekki að kynna þessa þrjá stráka fyrir aldamótakynslóðinni en þeir hafa staðið fremstir á fleiri sveitaböllum en flestir aðrir.
===========================
Föstudagurinn 4. júlí!
Hamingjustund kl 17:00-19:00
Hjálmar Örn verður með partýbingó í Bjórtjaldinu.
Bylgjutjaldið kl 19:30
Á móti sól
Magni og félagar eru miklu miklu meir en spenntir að spila á sínum uppáhalds tónleikastað og lofa að vanda sig!
===========================
Laugardagurinn 5. júlí!
Hamingjustund kl 17:00-19:00
Guðrún Árný syngur með gestum.
Bylgjutjaldið kl 19:30
The Bookstore band, beint úr Máli og Menningu!
Hlökkum til að sjá ykkur!