Ævintýralegt tónleika- og viðburðahús

Grétar Matt (Greddi Rokk)

Dagsetningar

  • 26. mars 2025
  • Kl. 20:00

    Grétar Lárus Matthíasson eða “Grétar Matt” (Greddi Rokk) hefur nú loks gefið út sínu fyrstu sólóplötu og að því tilefni mun hann halda útgáfutónleika í bæjarbíó í Hafnarfirði ásamt hljómsveit sinni og öðru frábæru tónlistarfólki.Grétar er ekkert nýstirni í bransanum en hann er mörgum landsmönnum kunnugur enda spilað og sungið á allmörgum skemmtunum og uppákomum í gegnum tíðina. Hann hefur tekið þátt í alls kyns verkefnum og má þar nefna; Skonrokk, Nostalgíu verkefni Guðrúnar Árnýar og spilað með hinu ýmsu böndum.

    Hljómsveitina skipa:

    Hálfdán Árnason – Bassi

    Ásmundur Jóhannsson – Trommur

    Jóhann Friðrik Karlsson – Gítar

    Gestirnir eru ekki af verri endanum og má þar nefna:

    Sigríði Guðnadóttur sem gerði m.a garðinn frægan með laginu Freedom með Jet black joe.

    Vignir Þór Stefánsson á hljómborð.

    Sigurgeir Sigmundsson á pedalsteel og gítar.

    Einnig munu nokkrir meðlimir úr kór Lindakirkju, einum flottasta kór landsins vera með.

    Einnig verður eitt óvænt atriði. 

    Einstök kvöldstund sem engin ætti að missa af.

    Kaupa miða
    6.900 kr.