Ævintýralegt tónleika- og viðburðahús

AMY

Dagsetningar

  • 03. september 2025
  • Kl. 20:00

    Amy Winehouse þarf nú varla að kynna! Öll þekkjum við hennar frægustu lög sem mörg hafa snert við okkur á einn eða annan hátt og svo auðvitað hennar einstöku rödd. En hvað vitum við ekki um Amy og hvað finnst okkur um textana hennar, lífstílinn og sjálfseyðingarhvötina sem dró hana að lokum til dauða.  

    Á þessum FRÁSAGNAR tónleikum ætlar leik og söngkonan Gunnella Hólmarsdóttir að fara yfir sögusvið Amy og ýmsar pælingar um lögin, textana og hennar stuttu ævi. Frægustu lög Amy mun Gunnella svo flytja við undirleik einvala liðs hljóðfæraleikara.  

    En eru þetta tónleikar? Er þetta leikhús? Eða er þetta bæði!

    Aðeins ein leið til að komast að því.

    Flytjendur:

    Gítar: Birkir Rafn Gíslason

    Bassi: Guðni Finnsson

    Trommur: Arnar Gíslason

    Hljómborð: Daði Birgisson

    Baritón sax: Rósa Guðrún Sveinsdóttir

    Trompet: Eiríkur Rafn Stefánsson

    Kaupa miða
    7.900 kr.