Það er happy hour verð á hamingjustundinni frá 17.00-19:00 alla opnunardagana.
Festival bjór 1.200 kall
Skot 1.000 kall
Hvítt, rautt og freyðivín á 1.500 kall
Við höfum aukið úrvalið af matarvögnum og í ár verða þessir vagnar opnir alla daga hátíðarinnar:
Búllutrukkurinn
Tilveran með humarsúpu
BRIKK
Það er því eitthvað fyrir alla sem koma svangir, þyrstir og skemmtanaglaðir til okkar í Hjarta Hafnarfjarðar í allt sumar.
Dagskrá:
Fimmtudagurinn 10. júlí!
Hamingjustund kl 17:00-19:00
Hreimur & Erna sjá um PopQuiz í Bjórtjaldinu.
Bylgjutjaldið kl 19:30
Stuðlabandið hefur verið virkt í íslensku tónlistarlífi í yfir tvo áratugi og hefur skapað sér orðspor fyrir líflega sviðsframkomu og fjölbreytt lagaval úr öllum áttum.
===========================
Föstudagurinn 11. júlí!
Hamingjustund kl 17:00-19:00
Ási Guðna verður með partýbingó í Bjórtjaldinu.
Bylgjutjaldið kl 19:30
Babies kemur okkur í dansgírinn, hljómsveitin hefur haslað sér völl sem ballhljómsveit. Í gegnum árin og eru hún þekkt fyrir spilagleði og skemmtilegt lagaval á böllum sínum.
===========================
Laugardagurinn 12. júlí!
Pop up markaður með íslenskri hönnun og framleiðslu milli kl 12:00 – 15:00 sjá nánar á DUNDA.IS
Hamingjustund kl 17:00-19:00
Guðrún Árný syngur með gestum.
Bylgjutjaldið kl 19:30
Made in sveitin verður með sveitaball!
20 ára aldurstakmark
Gæludýr ekki leyfð á svæðinu
Hlökkum til að sjá ykkur!