Ævintýralegt tónleika- og viðburðahús

Opnunarhelgi Hjarta Hafnarfjarðar 2024

  • 27. júní 2024
  • Það er stórkostlegt sumar framundan á útisvæði Hjarta Hafnarfjarðar! 

    Það er happy hour verð á hamingjustundinni frá 17.00-19:00 alla opnunardagana.

    🍺 Festival bjór 1.000 kall
    🍸 Skot 1.000 kall
    🍷 Hvítt, rautt og freyðivín á 1.500 kall

    Við höfum aukið úrvalið af matarvögnum og í ár verða þessir vagnar opnir alla daga hátíðarinnar:

    🍔 Búllutrukkurinn
    🧇 Churros vagninn
    🌭 Pylsuhúsið

    Það er því eitthvað fyrir alla sem koma svangir, þyrstir og skemmtanaglaðir til okkar í Hjarta Hafnarfjarðar í allt sumar.

    Dagskrá opununarhelgarinnar er eftirfarandi:

    Fimmtudagurinn 27. júní!

    Hamingjustund kl 17:00-19:00 

    Hreimur stjórnar PubQuiz alla fimmtudaga frá kl 17:00 í Bjórtjaldinu. Hann tekur alltaf með sér einn landsfrægan gest og á opnunarhelginni er það enginn annar en Hjálmar Örn eða Hvítvínskonan. 

    Bylgjutjaldið kl 19:30

    Sóli Hólm ásamt hljómsveit opnar dagskrána í Bylgjutjaldinu í ár líkt og í fyrra. Við hvetjum fólk til að koma snemma því tjaldið fylltist á nokkrum mínútum í fyrra. 

    ===========================

    Föstudagurinn 28. júní!

    Hamingjustund kl 17:00-19:00 

    Þá er komið að föstum lið á föstudögum en það er óskalagastund með hinum geysivinsæla túbador Tryggva Vilmundarsyni. Hann tekur á móti óskalögum frá kl 17:00-19:00 

    Bylgjutjaldið kl 19:30

    Þá er komið að fyrsta Papaballi sumarsins. Papar mæta í spariskapinu og passa upp á að gestir Hjarta Hafnarfjarðar skemmti sér hið besta enda ein besta stemmnings hljómsveit landsins.

    ===========================

    Laugardagurinn 29. júní!

    Harley Davidson dagurinn frá kl 14:00-17:00

    Mótorhjólaklúbbur Harley Davidson koma og sýna okkur sína bestu og fallegustu fáka landsins auk þess sem með í för verða nokkrir af flottustu bílum landsins. Komið og njótið þess að skoða tryllitækin. Bolir verða til sölu og bjórtjaldið opið.

    Hamingjustund kl 17:00-19:00 

    Létt tónlist og óvænt atriði á laugardögum í sumar á hamingjustundinni.

    Bylgjutjaldið kl 19:30

    Stuðlabandið mætir í fyrsta sinn á útisvæðið. Það er okkur mikill heiður að fá þá drengi til okkar og það er öruggt að það verður gríðarlega gaman í Bylgjutjaldinu þegar þeir stíga á stokk. 

    Hlökkum til að sjá ykkur! ❤️