Ævintýralegt tónleika- og viðburðahús

Jóli Hólm 2024

  • 21. nóvember 2024
  • Nóvember & Desember 🎄

    Tuborg léttöl kynnir Jóla Hólm í Bæjarbíói!  

    Skemmtikrafturinn og eftirherman Sóli Hólm mætir nú þriðja árið í röð í Bæjarbíó með jólaskemmtunina Jóla Hólm. Á undanförnum tveimur árum hafa um tuttugu þúsund manns lagt leið sína í Bæjarbíó á aðventunni til að komast í skemmtilegasta jólagírinn sem boðið er upp á hér á landi.  

    Jóli Hólm er þannig orðinn órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningi þúsunda Íslendinga sem koma ekki jólamatnum niður án þess að hafa átt kvöldstund með Jóla Hólm á aðventunni. Ríkir þá mikil eftirvænting meðal fólks að sjá hvaða leiðir Jóli fer hverju sinni enda er 100% splunkunýtt prógram ár hvert.  

    Líkt og undanfarin ár er tónlistarsnillingurinn Halldór Smárason frá Grunnavík Sóla til halds og trausts. Halldór hefur enda eignast traustan og góðan aðdáendahóp á undanförnum árum eftir að hafa heillað með sviðsþokka sínum sem nýtur sín hvergi betur en á fjölum Bæjarbíós.  

    Jóli Hólm er takmörkuð auðlind og undanfarin tvö ár komust miklu færri að en vildu. Því er mikilvægt að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða sem fyrst og láta Jóla Hólm koma ykkur í skemmtilegasta jólagírinn.

    Kaupa miða
    9.990 kr.

    Örfá sæti
    9.990 kr.