Ævintýralegt tónleika- og viðburðahús

Hipsumhaps

  • 26. október 2024
  • Kl. 20:00

    Kæru vinir. 

    Laugardagskvöldið 26. október mun Hipsumhaps stíga á svið í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Við ætlum að eiga næs kvöldstund saman þar sem hversdagsskáldið Fannar Ingi Friðþjófsson mun leiða gesti í gegnum tóna og tal ásamt einvalaliði hljóðfæraleikara. Fyrstu tónleikar Hipsumhaps fóru einmitt fram í Bæjarbíói árið 2019 og er því um nokkurs konar heimkomu að ræða. 

    Hipsumhaps steig fyrst fram á sjónarsviðið árið 2019 með plötunni Best gleymdu leyndarmálin sem innihélt m.a. lögin LSMLÍ (lífið sem mig langar í) og Fyrsta ástin. Síðan þá hafa komið út tvær breiðskífur til viðbótar með hverjum slagaranum á fætur öðrum og nafni sveitarinnar verið haldið á lofti með tónlistarflutningi á öllum helstu sviðum menningarlífsins. 

    Áhöfn Hipsumhaps skipa: 

    Fannar Ingi Friðþjófsson – gítar og söngur

    Kristinn Þór Óskarsson – gítar

    Ólafur Alexander Ólafsson – bassi

    Rakel Sigurðardóttir – bakrödd

    Steingrímur Teague – hljómborð og bakrödd

    Tumi Árnason – saxófónn

    Þorvaldur Halldórsson – trommur

    Húsið opnar kl. 19 og tónleikar hefjast stundvíslega kl. 20. 

    Við hlökkum til að sjá ykkur.

    Kaupa miða
    7.990 kr.

    7.990 kr.