Um Bæjarbíó

Um okkur

Styrktaraðilar Bæjarbíós:

Hafnarfjarðarbær
Hjarta Hafnarfjarðar
Eimskip
Prime

 

Bæjarbíó var stofnað 1945 og er elsta starfandi kvikmyndahús landsins.

Saga Bæjarbíós
Bæjarbíó á sér orðið langa sögu og er ein merkasta heimild Íslenskrar kvimyndasögu. Upphafið má rekja altt aftur til seinnistríðsáranna, nánar tiltekið septemberloka ársins 1941. Þá lá fyrir umsókn tveggja einstaklinga um leyfi til kvikmyndasýninga. Á bæjarstjórarfundi þar sem erindið var tekið fyrir var Emil Jónssyni, Friðjóni Skarphéðinssyni og Lofti Bjarnasyni falið að athuga hvort Hafnarfjarðarbær sjálfur gæti komið upp bíói fyrir kajupstaðinn. Um hálfu ári síðar, eða í mai 1942 samþykkti bæjarstjórnin að reisa hús, tekinað af Sigmundi Halldórssyni húsasmíðameirara, sem myndi halda bæði utan um rekstur kvikmyndahúss auk skrifstofuaðstöðu fyrir starfsemi bæjarins. Rúmum 2 árum seinna, á lýðsveldisárinu 1944 var búið að reisa Bæjarbíó og sýningar hófust í byrjun árs 1945. Ekki ber heimildum saman um hvaða dag en heimildir finnast um a.m.k 3 dagsetningar 6.jan, 9. jan og 10. jan.
Bíóið tók í upphafi 325 manns í sæti. Bærinn rak húsið af myndarbrag og ráðstafaði hagnaði af sýningum til smiði á Sólvangi, elliheimili bæjarins sem á þessum tíma var að rísa. Víst er að ráðamenn bæjarins á þessum tíma voru listhenigðir og voru listamennirnir Atli Már og Ásgeir Júlíusson fengnir til að myndskreyta anddyri Bæjarbíós. Það gerðu þeir með mikum sóma og í sameiningu. Einnig fékk Helgi Jónsson, fyrsti bíóstjórinn, ungan og upprennandi listamann Eirík Smith til að mála mynd sem hengd var upp í anddyri Bæjarbíós. Hlutverk hennar var að minna á að öll aðgöngumiðasala rynni til Sólvangs. Listaverkið var merkt “Safnið í sjóð til elliáranna” og er nú varðveitt í Heislusgæslunni á Sólvangi. Sem áður sagði var hluti hússins nýttur sem Ráðhús bæjarins og er svo enn. 

Sem fyrr getur var Helgi Jónsson ráðinn fyrsti forstöðumaður í Bæjarbíói og gengdi því starfi í alls 25 ár eða til ársins 1969. Fjöldi einstaklinga hefur komið að Bæjarbíói í gegn um árin en að öðrum ólöstuðum er vert að nefna Brynjólf Jónsson dyravörð og Róbert Bjarnason sýningarstjóra.

Sýningar gengu vel í Hafnarfirði allt til upphafs sjónvarpsins 1966. Þá hrundi mæting í kvikmyndahúsin á Íslandi og var Bæjarbíó engin undantekning á þvi. Til að bæta grá ofan á svart þá hækkuði leiga á kvikmyndum til hússins gríðalega og gengisfelling rýrði kjör almennings mikið á þessum tíma. Árið 1969 var svo tekin ákvörðun um að leigja út reksturinn. Sú tilraun gekk illa og varði sá samningur einungis í tæpt ár. Ýmiskonar rekstur en þó aðallega kvikmyndasýningar voru svo í húsinu til 1997 en þá tók kvikmyndasafn Íslands við húsinu og gerði það upp af miklum myndarbrag. Árið 2014 var Menningarfélagi Hafnarfjarðar falinn rekstur Bæjarbíós.

Nú hafa þeir Páll Eyjólfsson og Pétur Stephensen tekið við rekstrinum og hafa þeir á stefnuskránni að halda úti fjölbreyttri og öflugri menningarstarfsemi í Bæjarbíói.