NÝDÖNSK
Kl. 20:00 Hljómsveitin Nýdönsk heldur sína árlegu tónleika í Bæjarbíói en hljómsveitin hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði. Í sumar hljóðrituðu piltarnir nýja breiðskífu á Suður Englandi sem heitir Í raunheimum og hefur farið ansi vel í landann. Á plötunni er meðal annars að finna lag ársins 2024 á Rás 2 og Bylgjunni; Fullkomið…
Grétar Matt (Greddi Rokk)
Kl. 20:00 Grétar Lárus Matthíasson eða “Grétar Matt” (Greddi Rokk) hefur nú loks gefið út sínu fyrstu sólóplötu og að því tilefni mun hann halda útgáfutónleika í bæjarbíó í Hafnarfirði ásamt hljómsveit sinni og öðru frábæru tónlistarfólki.Grétar er ekkert nýstirni í bransanum en hann er mörgum landsmönnum kunnugur enda spilað og sungið á allmörgum skemmtunum…
Guðmundur Pétursson – Útgáfutónleikar
Kl. 20:00 Guðmundur Pétursson heldur tónleika í tilefni útgáfu plötu sinnar “Wandering Beings” sem kom út í nóvember síðastliðinn og hefur fengið lofsamlegar viðtökur. Titillag plötunnar hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin á síðasta ári og hefur lagið “Battery Brain” nú setið í efstu sætum vinsældalista Rásar 2 undanfarnar vikur. Guðmundur mun spila á gítar, hljómborð og syngja…
Rúnni Júl 80 ára
Kl. 20:00 Synir Rúnars Júlíussonar heiðra minningu Herra Rokk sem hefði orðið 80 ára á árinu. Ógleymanleg kvöldstund þar sem ferill rokkskáldsins verður rakinn með tónlist og fleygum sögum af Rúnari og samferðarmönnum hans. Ekkert verður dregið undan í frásögnum og flutningi þar sem hinar ýmsu hliðar eins mesta töffara íslenskrar rokksögu verða kynntar á…
Bjartmar og Bergrisarnir
Kl. 20:00 Bjartmar og Bergrisarnir hafa verið iðnir við tónleikahald og útgáfu á nýjum lögum og textum eftir Bjartmar og má þar t.d. nefna, Á ekki eitt einasta orð, Af því bara og Veistu hver ég er? Einnig mun hljómsveitin fara yfir feril Bjartmars og spila vinsælustu lög hans í gegnum tíðina. Hljómsveitin er skipuð…
SúEllen
Kl. 20:00 SúEllen er ein lífseigasta hljómsveit Íslandssögunnar en hún var stofnuð 1983 í Neskaupstað. Blómaskeið hljómsveitarinnar var frá 1987-1994. Síðan þá hefur hljómsveitinn átt góða spretti í tónleikahaldi og útgáfu á safnlötu og plötu með nýju efni. Hljómsborðleikari sveitarinnar Ingvar Lundberg lést árið 2022 og varð það hljómsveitinni, vinum og fjölskyldu mikið og þungt…
Guðrún Árný – Rólegt og Rómantískt (Óskalagakvöld) 💘
Kl. 20:00 Á Valentínusardaginn verður Guðrún Árný við píanóið og syngur rólegar og rómantískar dægurlagaperlur fyrir gesti. Hún hefur sungið við ótal tilefni í lífi fólks og nú er tækifærið að rifja upp lögin sem standa ykkur næst. Í andyrinu fá gestir tækifæri til að skrifa óskalögin sín niður á blöð og setja í lítinn…
GDRN
Kl. 20:00 GDRN hefur látið mikið á sér kræla í íslensku tónlistarlífi frá því að hún gaf út sína fyrstu breiðskífu, Hvað ef, árið 2018. Sú hljómplata hlaut fjölda tónlistarverðlauna, tilnefningu til tónlistarverðlauna norðurlanda og mikla athygli. Síðan þá hefur hún sent frá sér fjölda laga í samstarfi við aðra listamenn sem og tvær sólóplötur…
Killer Queen
Kl. 20:00 Hljómsveitin Killer Queen með Magna Ásgeirsson í farabroddi snýr aftur í Bæjarbíó vegna fjölda áskoranna! Þessi þaulreyndi hópur rennir sér í gegnum öll bestu lög bestu hljomsveitar sögunnar eins og að drekka vatn - það má syngja með!!! Hljómsveitina skipa: Einar Þór - gítar Valur Freyr - trommur Summi Hvanndal -…
Hvanndalsbræður
Kl. 20:00 Hljómsveitin Hvanndalsbræður mun stíga á svið Bæjarbíós þann 26. apríl 2025. Hljómsveitin er þekkt fyrir að líta lífið ekki of alvarlegum augum og eiga einkennisorð bandsins " Er ekki bara gaman ?" oftar en ekki vel við. Hljómsveitin mun fara í gegnum ríflega 20 ára feril sinn og stíga niður fæti á flestum…