800x600 Tix-GítarveislaBT-16 aprí.png

Gítarveisla Bjössa Thor -16. apríl 2024

Gítarveisla Bjössa Thor

16. apríl 2024 kl. 20:00

Björn Thoroddsen heldur spennandi tónleika í apríl, sem verða hluti af sinni árlegu Gítarveislu. Á tónleikunum mun Björn stíga á stokk ásamt tveimur ítölskum gítar-séníum sem mikill fengur er í að fá til landsins.

 Biréli Lagrène er einn virtasti Jazz gítarleikari Evrópu um þessar mundir. Undrabarn í gítarleik sem ólst upp sem gítarleikari undir miklum áhrifum frá Django Reinhart. Gítarleikur Biréli vakti snemma athygli út fyrir landsteina Ítalíu og spilaði hann m.a. með  John McLaughlin, Paco de Lucia, Al Di Meola, Jack Bruce, Ginger Baker og Jaco Pastorius, svo einhverjir séu nefndir. Biréli er frábær listamaður og það er mikið tilhlökkunarefni að sjá hann spila á Íslandi.  

Giuseppe Continenze er einnig talinn einn af fremstu gítarleikurum Evrópu. Giuseppe er jazz gítarleikari í grunninn sem hefur með árunum þróað einstakan stíl sem áheyrendur tengja strax við og eiga auðvelt með að heillast af. Gítargoðsögnin Al Di Meola  sagði m.a. “Giuseppe is one of the modern eras vibrant jazz guitar stars in my opinion! I love his playing of sophistication of so many varieties of new hip elements that sets the new standard for this instrument that I love! Italy should be proud and the guitar world will notice!”

Biréli Lagrène & Giuseppe Continenza - Sunny

Björn Thoroddsen hefur verið einn af fremstu gítarleikurum landsins um áraraðir og þarf vart að kynna til leiks. Í gegnum tíðina hefur Björn lagt áherslu á að fá til landsins marga af fremstu gítarleikurum heimsins og spila með í Gítarveislu sinni. Snillingar á borð við Robben Ford, Al Di Meola, Tommy Emmanuel og Kazumi Watanabe hafa leikið listir sínar fyrir landsmenn en nú er röðin komin að Biréli og Giuseppe.

Verið hjartanlega velkomin í Bæjarbíó, Hafnarfirði, þann 16. Apríl kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af röð viðburða sem verða hluti af Gítarveislu Bjössa Thor, sem á 20 ára starfsafmæli árið 2024.