Bæjarbíó
wZlf_OQO.jpg

Víkingatónleikar 15. júní

wZlf_OQO.jpg

Víkingatónleikar

14.júní

Í tengslum við Víkingahátíðina í Hafnarfirði er blásið til tónleika í Bæjarbíó.

Fram koma Krauka & Órafmagnað tvíeyki úr hljómsveitinni Hamradun ásamt sérstökum gesti þeirra Sigurboða.

Um hljómsveitirnar:

Krauka er dönsk-íslensk víkingasveit stofnuð árið 1999 sem spilar tónlist sína á endurgerð hljóðfæri sem byggja á fundum frá víkingatímabilinu, ásamt einstaka nútímaduttlungum. Tónlistarmaðurinn Guðjón Rúdolf fer fyrir þessari hljómsveit, en Íslendingar þekkja efalaust lagið hans ”Húfan”.

Krauka hefur margoft spilað á Víkingahátíðinni í Hafnarfirði og gerir sér enn eina ferðina erindi til Íslands til að skemmta hátíðargestum.

Hamradun er færeysk rokkhljómsveit sem endurskapar lagaarf Færeyja á fagran máta. Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 af Pól Arne Holm, fyrrum söngvara TÝR, og Uni Debess, blúsleikara. Tveir meðlima hljómsveitarinnar, söngvarinn Pól Arne og gítarleikarinn John Åge Egholm, koma frá Færeyjum til að skemmta hátíðargestum og stjórna hringdansi. Þetta verður fyrsta skipti sem þeir koma á Víkingahátíðina í Hafnarfirði en hafa þeir kynnst víkingum Rimmugýgjar sem hafa heimsótt þá til Færeyja. Hljómsveitin vann til verðlauna sem besta nýja hljómsveitin og besti listamaður á Færeysku tónlistarverðlaununum árið 2016.

Sigurboði er íslenskur tónlistamaður og félagi í Rimmugýgi. Hann er sjálfkenndur á fjöldann allan af hljóðfærum og spilar á hljóðfæri endurgerð frá víkingatímanum ásamt lítið þekktum og sérstæðum hljóðfærum einnig hefur hann gefið út plötu með sinfónískum svartmálmi árið 2015 sem var innblásin af norrænni goðafræði árið 2015. Í byrjun kvölds hitar hann upp en veitir svo Hamradun stuðning í þeirra flutning.

Sönn tónlistarveisla í anda víkinga.


Meira má finna um Víkingahátíðina í Hafnarfirði hér:
https://www.facebook.com/events/2076006975786632