Bæjarbíó
þuríður sig uppselt.jpg

Þuríður Sigurðardóttir 25. apríl

Þuríður Sigurðar - Copy.jpg

Þuríður Sigurðardóttir

25. apríl 2019

Ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar mun stíga á svið í Bæjarbíói í Hafnarfirði, sumardaginn fyrsta þann 25. Apríl og fagna stórafmælum í lífi og söng með tónleikum.

Árið 1969 kom út fyrsta sólóplata Þuríðar með lögunum “Ég á mig sjálf” og “Ég ann þér enn” og þar með skrifaði hún sig inn í þjóðarsálina og var í framhaldi valin söngkona ársins í vinsældarkosningum og platan “hljómplata ársins”. Á söngferlinum hefur Þuríður sungið með helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar og árið 1981 var hún heiðruð á Stjörnumessu sem söngkona ársins í 15 ár.

Hljóðfæraleikarar:
Pálmi Sigurhjartarson,
Benedikt Brynleifsson,
Gunnar Hrafnsson,
Grímur Sigurðsson
og Hjörleifur Valsson

Gestasöngvari:
Sigurður Helgi Pálmason