Bæjarbíó
st2.jpeg

Sycamore Tree í Bæjarbíói 19.janúar

st2.jpeg

Sycamore Tree

í Bæjarbíói - 19.janúar

Í kjölfar mikillar útvarpsspilunar og velgengni fyrstu plötu sinnar hafa Sycamore Tree haldið fjölmarga tónleika síðasta árið.

Dúettin hefur sannað sig sem ein af allra bestu tónleikasveitum landsins og þykir draumheimurinn sem þau Ágústa Eva og Gunni Hilmars skapa einstakur og tónleikar þeirra eru mikið ferðalag fyrir áhorfandann.

Nú er komið að því að dúettinn ásamt fríðu föruneyti snúi aftur í Bæjarbíó. Tónleikarnir verða laugardagskvöldið 19.janúar kl 20.30.

Miðaverð er 3.790 kr en einnig er hægt að kaupa fallegan gjafapakka sem er miði á tónleikana ásamt árituðum geisladisk með þeirra fyrstu plötu “ SHELTER “ sem kemur með aukalaginu “ Save your Kisses For Me " saman á aðeins 4.900 kr.

Þeir pakkar munu berast kaupandanum fyrir jól og er tilvalið í fallegan jólapakka.

Miðasala hafin inn á midi.is.