Bæjarbíó
IMG_5974.jpg

Svala Björgvins, þá og nú 5. apríl

IMG_5974.jpg

Svala Björgvins

ÞÁ OG NÚ - 5. APRÍL


Svala Björgvinsdóttir ætlar að halda tónleika í Bæjarbíói þann 5. apríl næstkomandi og leiða okkur í gegn um langan feril sinn og flytja fyrir okkur brot af því besta sem hún hefur gefið út í gegn um tíðina. Svala fær einnig góða gesti með sér á svið.

Hljómsveit:
Bjarki Ómarsson
Jón Valur
Hálfdán Árnason
Kristófer Nökkvi Sigurðsson

Söngkonan og lagahöfundurinn Svala Björgvinsdóttir er flestum kunn hér á landi enda flutt og samið fjölda þekktra og vinsælla laga allt frá unga aldri. Auk þess hefur Svala náð með tónlist sinni, tónleikahaldi og magnaðri sviðsframkomu gríðarlega góðum árangri á erlendri grundu og þá einkum í Bandaríkjunum. Tónlist Svölu hefur ratað bæði í sjónvarpsþætti og kvikmyndir og komist inn á ýmsa vinsældarlista svo sem á topp 10 smáskífulista iTunes og á topp 30 Billboardlistans í Bandaríkjunum. Þessa dagana er Svala að koma fram með nýrri hljómsveit og að semja ný lög fyrir væntanlega plötu en hún skrifaði undir dreifingarsamning hjá Sony DK árið 2018.