Bæjarbíó
ABBEY#2.jpg

Rúnar Þór - Abbey Road 29.nóvember

Rúnar Þór - Abbey road.jpg

RÚNAR ÞÓR

ABBEY ROAD - 29.nóvember


Í ágúst s.l hélt Rúnar Þór ásamt fríðu föruneyti til Bretlands, nánar tiltekið í hið fornfræga Abbey Road stúdíó í þeim tilgangi að hljóðrita síðustu sólóplötu sína. Með honum í för voru Þórir Úlfarsson píanóleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari, Pétur Valgarðsson gítarleikari og Maggi Magg trommuleikari. Þessi sami hópur mun flytja plötuna í Bæjarbíói í Hafnarfirði fimmtudagskvöldið 29.nóvember.

Ekki er ólíklegt að nokkur af þekktustu lögum Rúnars Þórs fái einnig að hljóma á tónleikunum. Rúnar Þór er einn af okkar fremstu og um leið iðnustu tónlistamönnum undanfarinna áratuga. Hann hefur spilað lifandi tónlist meira en flestir og eftir hann liggur fjöldi laga sem eru orðin hluti að þjóðinni.

Ekki missa af þessum frábæra viðburði í Bæjarbíói.