Bæjarbíó
EinarBardason_faceevent_aukatonleikar.png

Einar Bárðar - 20 ára höfundar-og afmælistónleikar Aukatónleikar 9.Febrúar

MIÐASALA HAFIN Á MIDI.IS

_DSC3976w.jpg

EINAR BÁRÐAR

Útgáfu- og afmælistónleikar

- AUKATÓNLEIKAR þann 9. Febrúar 2019
Tuttugu ár frá því að “FARIN" fór í fyrsta sæti.
20 ára höfundar -og afmælistónleikar í bæjarbíói.


Einar Bárðar fagnar 20 ára höfundarafmæli sínu með sögustund og sing-along tónleikum í Bæjarbíói þann 16.Nóvember síðastliðin og komust færri að en vildu.

Vel valin lög af ferli hans eru nú í endurgerð og verða gefin út fyrir jól. Fyrsta lagið er “Handa þér” með
Jóhönnu Guðrúnu sem upprunalega var flutt af Björgvini Halldórsyni.

Fjöldi frábærra tónlistarmanna kemur að upptökunum og tónleikunum. Á tónleikunum fer Einar yfir sögurnar á bak við sín vinsælustu lög og flytur þau með sínu nefi ásamt vinum og félögum.

Hljómsveitina skipa þeir Þórir Úlfarsson á píanó og hammond, Eiður Arnarson á bassa, Hannes Friðbjarnarson á trommur og þeir Kristján Grétarsson og Pétur Valgarð Pétursson á gítara. Sértstakir gestir verða meðal annarra gesta þeir Einar Ágúst Víðisson og Gunnar Ólason úr Skítamóral.

Einar Bárðarson athafnaskáld fagnar um þessar mundir 20 ára höfundarafmæli en í júní 2018 voru 20 ár frá því lagið „Farin“ með hljómsveitinni Skítamóral kom út. Farin náði 1. sæti íslenska vinsældalistans í sama mánuði og sat þar í þrjár vikur. Svo komu lögin eitt af öðru sem heimsóttu þann ágæta lista; Birta, Spenntur, Myndir, Ennþá, Ég sé þig og fleiri og fleiri.

Farin er jafnframt fyrsta lagið sem Einar samdi og gefið var út og vinsældir lagsins urðu slíkar að það varð aldrei aftur snúið. Lögin urðu nokkur í kjölfarið en það var svo ekki fyrr en lagið Birta eftir Einar vann forkeppni Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva að Einar varð „heimsþekktur“ á Íslandi en í framhaldi af því upphófst mikil og dramatísk deila við Útvarpsráð um það á hvaða tungumáli yrði sungið í keppninni erlendis.

Um og upp úr síðustu aldamótum var Einar Bárðarson fyrirferðarmikill laga- og texta höfundur. Hann samdi mörg af vinsælustu lögum Skítamórals, Á móti sól og Nylon flokksins. Þá samdi hann vinsæl lög fyrir flytjendur á borð við Stjórnina, Björgvin Halldórsson, Jóhönnu Guðrúnu, Ingó og Veðurguðina, Hvanndalsbræður, Garðar Thór Cortes og fleiri.

Lög Einars hafa alltaf fengið ágætan meðbyr í útvarpi og þrátt fyrir að mörg laganna séu kominn á tvítugs aldurinn heyrast þau enn með jöfnu millibili á stærstu útvarpsstöðum landsins. Einar hefur þó nokkuð fágæta stöðu í hópi dægurlaga höfunda á Íslandi þar sem hann er einn örfárra höfunda á Íslandi sem aldrei hefur flokkast sem flytjandi enda hefur hann aldrei gefið út efni undir eigin nafni eða komið fram sem slíkur.

Nú verður hinsvegar gerð örlítil dagskrárbreyting út frá þessari hefð en í tilefni áfangans er verið að vinna hljómplötu með vinsælustu lögum Einars þar sem hann mun taka þátt í flutningnum. Þá voru útgáfutónleikar í tengslum við útgáfu plötunnar sem fóru fram í nóvember en þar kom Einar fram ásamt völdu tónlistarfólki og nokkrum valinkunnum söngvurum sem bæði hafa unnið með Einari áður og öðrum sem aldrei höfðu tekist á við efni höfundar. Á tónleikunum mun Einar fara yfir sögurnar á bak við sín vinsælustu lög og flytja þær með sínu nefi ásamt vinum og félögum.

Það er tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Þórir Úlfarsson sem stýrir upptökum á plötunni en hún verður bæði ljúf og hrjúf í anda höfundarins með Nashville áhrifum en Einar hefur alla tíð sótt sinn innblástur til amerískrar country-skotinnar dægurtónlistar.
Á plötunni er ætlunin að setja ákveðna heildarmynd á þessi vinsælustu lög hans og hugmyndin er að þessi helstu verk Einars fái nýtt og heimilislegt líf í flutningi hans og félaga.

Platan hefur fengið nafnið „Myndir“ sem er vitaskuld tilvísun í eitt þekktasta lag Einars en um leið eru lögin hversdagslýsingar á lífi fólks eða myndir af lífi þeirra eins og höfundurinn útskýrir nafngiftina.

Platan mun koma út í haust en upptökur er langt komnar.